Leiðbeiningar hvernig skili eigi inn námsgögnum inn í námsmatskerfið/símenntun sjúkraliða | Scribe

    Leiðbeiningar hvernig skili eigi inn námsgögnum inn í námsmatskerfið/símenntun sjúkraliða

      Smellt á **"NÁMSMAT/SÍMENNTUN"** þegar búið er að skrá sig inn á [mínar síður.](https://innskraning.island.is/?id=thjonusta.slfi.is)
      Smellt á **"Námsgögnin mín"** ef þetta er í fyrsta skipti sem óskað er eftir námsmati.
      Smellt á **"Bæta við námi"**, til þess að skrá inn nám/námskeið sem óskað er eftir því að fá metið. **ATH: Bara eitt námskeið í hverja línu.**
      Fylla þarf inn í alla reiti og **hlaða upp prófskírteininu/staðfestingu** að því sé lokið.
      Td. þegar nafn fræðsluaðila er slegið inn þá koma tillögur af forskráðum fræðsluaðilum til að velja á úr.
      Nafn náms/námskeiðs er slegið inn og þá koma tillögur af námskeiðsheitum.
      Hvaða dag var námskeiðið ? Eða velja **þann dag er námi lauk.**
      Lengd námskeið sett inn í klukkustundum/árum.
      **Mjög mikilvægt er að setja viðurkenningarskjal/vottorð með hverju námi/námskeiði. Þar sem kemur fram að viðkomandi hafi lokið námi/námskeiði.** ATH: Það nægir ekki að setja bara dagskrá eða skráningarstaðfestingu inn.
      Ef það þarf að breyta einhverju þá er smellt á pennann. Einnig að passa að **dagsetningin undir "Lokið" sé rétt.**
      Þegar búið er að skrá allt nám/námskeið sem á að meta þarf að smella á: **"Senda námsmatsbeiðni".**
      Staðfesta að netfang og atvinnurekandi sé réttur. Ef starfað er á tveimur eða fleiri stöðum eru hinir atvinnurekendurnir skráðir undir "Athugasemd". Næst þarf að ýta á **"SENDA"** og þá hefur beiðnin verið send inn til yfirferðar.
      Þegar námsmatið hefur verið afgreitt er það sent á skráð netfang. Einnig er **alltaf hægt að nálgast námsmatið** efst á mínum síðum undir NÁMSMAT/SÍMENNTUN.
      This Scribe is in tip-top shape!Leave feedback if there are any issues with this Scribe